Skipulag Reglu musterisriddara

Regla musterisriddara er alþjóðlegur félagsskapur sem nú á tímum er starfandi í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi, Finnlandi og Færeyjum.

Æðsta ákvörðunarvald Reglunnar er Æðsta Musterið (Det Høyeste Tempel)en að því standa Æðsta ráðið og fulltrúar Stór Musteranna. Milli aðalþinga er Reglunni stjórnað af Æðsta ráðinu, en það sem æðsta vald Reglunnar ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög hennar.

Stór Musteri er æðsta stjórnvald innan síns starfssvæðis. Nú eru starfandi stórmusteri í Svíþjóð sem þjónar Svíþjóð og Finnlandi, Noregi sem þjónar Noregi og Íslandi og í Danmörku sem þjónar Danmörku og Færeyjum.

Stórmusterunum er stjórnað af meistararáðum viðkomandi stórmustera.

Í Svíþjóð er Stórmusterinu skipt upp í Próvens kapítula, eftir landshlutum.

Musteri  er hinn skipulegi grunndvöllur sem Reglan er byggð á. Musterin víga til starfa menn sem valið hafa þann lífsstíl að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna, hafa áhuga á hugsjónastarfi og vilja á siðferðis- og félags-legum forsendum bindast  bræðralagi sem grundvallað er á kærleika, trúmennsku, ábyrgð og skyldurækni.

Musteri er stjórnað af Meistara sem er formaður Meistararáðs, sem ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög Reglunnar, siði og reglur.

Varðstöð er starfrækt af mörgum musterum. Varðstöð hefur eigin stjórn og fundi og hún vinnur að málefnum og í anda Reglunnar. Starfssvið varðstöðvar er að undirbúa áhugasama menn til inngöngu í Reglu musterisriddara.

Skipulag Reglu musterisriddara

Regla musterisriddara er alþjóðlegur félagsskapur sem nú á tímum er starfandi í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi, Finnlandi og Færeyjum.

Æðsta ákvörðunarvald Reglunnar er Æðsta Musterið (Det Høyeste Tempel)en að því standa Æðsta ráðið og fulltrúar Stór Musteranna. Milli aðalþinga er Reglunni stjórnað af Æðsta ráðinu, en það sem æðsta vald Reglunnar ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög hennar.

Stór Musteri er æðsta stjórnvald innan síns starfssvæðis. Nú eru starfandi stórmusteri í Svíþjóð sem þjónar Svíþjóð og Finnlandi, Noregi sem þjónar Noregi og Íslandi og í Danmörku sem þjónar Danmörku og Færeyjum.
Stórmusterunum er stjórnað af meistararáðum viðkomandi stórmustera.
Í Svíþjóð er Stórmusterinu skipt upp í Próvens kapítula, eftir landshlutum.

Musteri  er hinn skipulegi grunndvöllur sem Reglan er byggð á. Musterin víga til starfa menn sem valið hafa þann lífsstíl að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna, hafa áhuga á hugsjónastarfi og vilja á siðferðis- og félags-legum forsendum bindast  bræðralagi sem grundvallað er á kærleika, trúmennsku, ábyrgð og skyldurækni.
Musteri er stjórnað af Meistara sem er formaður Meistararáðs, sem ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög Reglunnar, siði og reglur.

Varðstöð er starfrækt af mörgum musterum. Varðstöð hefur eigin stjórn og fundi og hún vinnur að málefnum og í anda Reglunnar. Starfssvið varðstöðvar er að undirbúa áhugasama menn til inngöngu í Reglu musterisriddara.

Stigakerfi Reglu musterisriddara

Regla musterisriddara er byggð upp eftir ákveðnu stigakerfi, þar sem hvert stig gefur dýpri innsýn í hugmyndafræði og boðskap Reglunnar. Sérkenni og boðskapur hvers stigs markast í huga stigþega, þannig að hver stigveiting verður sérstök hátíðarstund  og þroskandi reynsla. Þessi upplifun  er bakgrunnur þagnarheitsins.Að auki innifelur gangan upp stigin nýja innsýn og aukinn skilning á innihaldi siðareglna hinna lægri stiga, nokkuð sem víkkar enn frekar hinn víðfeðma boðskap.

Stig Reglunnar eru tólf, þ.e. sjö starfsstig og fimm stjórnarstig. Fyrsta stigið er Vígslustig, þrjú næstu eru Þjónastig og þar næst koma þrjú Riddara stig. Stór musterið starfar á áttunda og níunda stigi og Æðsta musterið á þremur efstu stigunum.

1

 

VS

Vígslustig

Starfsstig

2

 

KS

Kærleikans stig

Þjónastig

3

 

HRS

Hreinleikans stig

4

 

HS

Hollustu stig

5

 

SPR

Stig Prófaðra riddara

Riddarastig

6

 

SAR

Stig Alviðurkenndra riddara

 

7

 

 

SÚR

 

Stig Útvaldra riddara

8

 

SMS

Stór Musteris stig

Stór Musterisstig

Stjórnarstig

9

 

SMIHS

Stór  Musteris innri hrings stig

10

 

ÆMS

Æðsta Musteris stig

Æðsta Musterisstig

11

 

ÆMIHS

Æðsta  Musteris innri hrings stig

12

 

HDS

Heiðurs stig


Það tekur u.þ.b. 6 ár að fá þau 7 stig sem Musteri veitir. Félagarnir mega sækja fundi á því stigi sem þeir hafa náð og að sjálfsögðu fundi á lægri stigum. Á vígslustigi geta verið allt að 12 fundir á ári. Stig eru veitt eftir ákveðin tímabil  og eftir áhuga bróður á starfi musterisins. Hvert stig á sitt stigeinkenni sem alltaf eru notuð á fundunum.