Stjórn Reglu Musterisriddara

Reglu musterisriddara er skipað niður í fjögur skipulagsþrep.

Tvö efstu þrepin nefnast  Æðsta Musteri og Stór Musteri. 
Þau koma saman til  umræðna og kjörs þjónustumanna á regluleguAðalþingi (General Konvent) sem haldið er þriðja hvert ár.

Æðsta Musterið samanstendur meðal annars af kjörnum fulltrúum Stór Musteranna. Æðsta Musterið er æðsta ákvörðunarvald Reglunnar og á Aðalþinginu eru kjörnir fulltrúar Æðsa Ráðsins, sem starfar sem fram-kvæmdavald í þrjú ár eða til næsta reglulega Aðalþings.

Sjá  Æðsta ráðið hér....

 

Stór Musteri er fulltrúi Æðsta Musterisins, og er framkvæmdavaldið innan síns landfræðilega svæðis. Stór Musteri samanstendur meðal annars af kjörnum fulltrúum mustera, sem tilheyra hinu landfræðilega svæði.

Stór Musteri heldur aðalfund þriðja hvert ár í tengslum við Aðalþingið, þar sem kjörið er Meistararráð Stór Musterisins, sem starfar í þrjú ár til næsta reglulega  aðalfundar í Stór Musterinu.

Sjá Stór Musteris Meistararáð fyrir Noreg og Ísland hér...

 

Stór Musteri fyrir Noreg og Ísland hefur stofnað Riddara Kapitula til að halda stigfundi á riddara-stigunum (5. - 7. stig). Það eru sjö Riddara Kapitular í Noregi og á Íslandi.

Sjá yfirlit um Riddara Kapitulans hér...